Önnur þjónusta

Á Tveimur heimilum er boðið upp á faglega þjónustu við börn og foreldra. Má þar nefna þjónustu sem við köllum tengslabrú og eftirlit með umgengni.

Tengslabrú

Tengslabrú er sértæk ráðgjöf sem miðar að endurkynnum foreldris og barns í kjölfar langvarandi rofs á umgengni og samskiptum. Fengin er fram afstaða barns og út frá henni skipulagt aðlögunarferli að umgengni eða samskiptum við foreldri. Forsenda slíkrar vinnu er samkomulag beggja aðila á þátttöku í ferlinu.

Eftirlit með umgengni

Eftirlit með umgengni er unnið í samráði við foreldra og út frá aðstæðum barns. Áhersla er lögð á að barninu líði sem best í aðstæðum og fyrirkomulagið sé sniðið að hagsmunum þess, því fara fyrst fram undirbúningsfundir með barni og foreldrum áður en umgengni hefst. Miðað er við að umgengnin fari fram á heimili þess foreldri sem óskar eftir umgengni, annars í aðstæðum sem henta þörfum barnsins best.

Gras í gangstétt

Verðskrá

Viðtöl og önnur samskipti

Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 23.000 kr.
Einstaklingsviðtal við aðila og/eða barn: 19.000 kr.
Tölvupóstsamskipti og eftirfylgni: 5.000 kr. vikan.

Önnur þjónusta

Boðunarbréf: 3.500 kr.
Boðunarbréf í ábyrgð: 6.000 kr.
Útgáfa sáttavottorðs: 15.000 kr.
Umgengnissamningur: 10.000 kr.
Eftirlit með umgengni: 19.000 kr. hver klukkustund

Forfallagjald

Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður. Að öðrum kosti verður rukkað forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.