Ráðgjöf

Tvö heimili býður upp á ráðgjöf fyrir foreldra sem annað hvort eru að slíta samvistum eða vilja leita leiða til að koma foreldrasamstarfi sínu í betri farveg. Ráðgjöfin getur verið með ýmsu móti og snúið að samskiptum, stjúptengslum, tilfinningum, gildum og viðmiðum en einnig að lagalegum atriðum svo sem umgengni, forsjá, lögheimili og meðlagsmálum. Rætt er við börn sem hluta af ráðgöf sem upplýsingagjöf til foreldra.

Ráðgjöf getur verið eitt viðtal eða fleiri og snúið að sértækum vanda s.s. umgengni um næstu jól eða vegna víðtækari vanda s.s. líðan barns í núverandi umgengnis fyrirkomulagi.

Foreldrum býðst aðstoð við gerð sáttmála um foreldrasamvinnu (e. parenting plan) sem hálfgerð verklýsing á foreldrasamstarfinu og ráðlegt að gera í upphafi foreldrasamstarfs en einnig seinna meir ef þörf þykir á.

Sáttmáli um foreldrasamstarf

Hvar á búseta barnsins að vera og foreldranna ef þeir ætla að vera í sama hverfi?

Fyrirkomulag á samveru/umgengni:

  • Hvernig verður reglulegri samveru barnsins við foreldra háttað.
  • Hver sækir/skilar/kemur með dót.
  • Hvernig sumarfrí eigi að skiptast og hvernig á að ákvarða það.
  • Hvernig jól/áramót/páskar o.s.fr. skiptast.
  • Ef barn verður veikt í leikskóla/skóla á skiptidegi hvaða foreldri ber þá ábyrgð á barninu.
  • Hvaða föt/leikföng fara á milli foreldra og hvað þurfa foreldrar að hafa á sínu heimilinu fyrir barnið.

Samskiptareglur foreldra:

  • Hversu oft og hvenær er rætt eða fundað um barnið (dagleg símtöl, vikulegir tölvupóstar).
  • Hvernig foreldrar skipta með sér kostnaði.
  • Við hvaða tilefni á foreldri að láta hitt foreldrið vita?
  • Láta vita ef barn er veikt , hefur slasað sig?
  • Láta vita ef barn gistir hjá þriðja aðila?
  • Að foreldri fái forgang á að „passa“ barnið?
  • Hvernig samskipti foreldra við barn er háttað á meðan barn er í samvistum hjá hinu foreldrinu.

Hvaða reglur ætla foreldrar að setja:

  • Varðandi næturgistingar hjá ættingjum og vinum.
  • Varðandi farsíma/tölvunotkun.
  • Háttatíma.
  • Matarvenjur.
  • Bílstóla.

Hvað ætla foreldrar að gera í sameiningu:

  • Fara í foreldraviðtöl tvö saman þrátt fyrir að nýjir makar séu komnir í fjölskylduna.
  • Funda með barninu reglulega til að stilla saman strengi varðandi daglegt líf.
  • Ræða saman um tómstundariðkun barnsins og hvaða tómstundir barninu standi til boða (út frá fjárhagslegu og tímalegu svigrúmi foreldra).
  • Taka ákvarðanir um barnið í sameiningu og kynna ákvörðunina svo fyrir barninu (í stað þess að taka ákvöðrun með barninu og kynna fyrir hinu foreldrinu).

Vangaveltur fyrir viðtal:

  • Hvernig metur þú líðan barnsins þíns í dag?
  • Hvað gerir þú til að hjálpa því við að komast í gegnum núverandi erfiðleika?
  • Er eitthvað sem þú gætir betur gert?
  • Hvað myndir þú vilja gera öðruvísi?
  • Lendir barnið þitt einhverntíman á milli í ágreiningi foreldra?
  • Hver aðstoðar barnið við að glíma við þá sorg og ringulreið sem flest öll börn upplifa við samvistarslit foreldra sinna?
  • Hvaða aðstæður getur þú skapað barninu þínu til að ræða opinskátt um tilfinningar sínar?
  • Hverjar munu vera verstu minningar barnsins þíns af samvistarslitum og/eða ágreiningi ykkar?
  • Hverjar munu vera bestu minningar barnsins af því hvernig þið tókust á við ágreining ykkar?
  • Hver eru ykkar sameiginlegu markmið fyrir barnið sem snúa að velferð þess?
  • Barnið þarf að upplifa tilfinningalegan stöðugleika hjá foreldrum sínum, hvað ætlið þið að gera í samingu til að tryggja að svo verði?
  • Þegar barnið er vaxið úr grasi og lítur til að baka á samvistarslitin, hvað vonist þið til að það geti sagt um ykkur sem foreldra?
Gras í gangstétt

Verðskrá

Viðtöl og önnur samskipti

Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 23.000 kr.
Einstaklingsviðtal við aðila og/eða barn: 19.000 kr.
Tölvupóstsamskipti og eftirfylgni: 5.000 kr. vikan.

Önnur þjónusta

Boðunarbréf: 3.500 kr.
Boðunarbréf í ábyrgð: 6.000 kr.
Útgáfa sáttavottorðs: 15.000 kr.
Umgengnissamningur: 10.000 kr.
Eftirlit með umgengni: 19.000 kr. hver klukkustund

Forfallagjald

Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður. Að öðrum kosti verður rukkað forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.