Um Tvö heimili

Sérfræðingar Tveggja heimila eru Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir og Davíð Alexander Östergaard. Ragnheiður er félagsráðgjafi M.A, og stofnandi Tveggja heimila.  Davíð hefur lokið B.A. í uppeldis- og menntunarfræði, er nemandi á meistarastigi í sérhæfingu á foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Hann er jafnframt aðstoðarkennari hjá HÍ. Bæði eru þau skilnaðarráðgjafar hjá SES-Pro og foreldrar barna á tveimur heimilum.

Framkvæmdastjóri Tveggja heimila er Sigurður Hólm Gunnarsson.

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Ráðgjafi

Ragnheiður Lára stofnaði Tvö heimili árið 2019. Hún lauk meistaragráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda árið 2013 og námi í sáttamiðlun árið 2018. Ragnheiður starfar sem teymisstjóri í ráðgjafar- og meðferðarteymi Geðheilsumiðstöðvar barna. Frá árinu 2016 til 2022 starfaði Ragnheiður sem sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og sinnt þar sáttameðferð, sérfræðiráðgjöf, umgengni undir eftirliti og viðtölum við börn sem og annast sérfræðimöt á umgengni og afstöðu barna.

Starfsferill og menntun

Ragnheiður hefur víðtæka reynslu af því að starfa með börnum og fjölskyldum.

Menntun:

  • 2022 Yin Yoga og Yoga Nidra kennaranám
  • 2022 Forensic Interviewing of Children Training hjá National Children´s Advocacy Center
  • 2021 – 2022 Attachment, Neurodevelopment Psychopathology (ANP) hjá Family relations institute
  • 2021 Child Inclusive Mediation And Counseling: Child Consultant Course

Fyrri störf:

  • Deildarstjóri á stuðningsheimili Reykjavíkurborgar fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda.
  • Uppeldis- og meðferðarfulltrúi á skammtímaheimili unglinga hjá barnavernd Reykjavíkur.
  • Forstöðumaður Frístundarheimilis með áherslu á útinám og barnalýðræði.
  • Félagsráðgjafi í þjónustumiðstöð Breiðholts.

Fagleg nálgun

Ragnheiður hefur lengi brunnið fyrir málefnum barna sem búa á tveimur heimilum. Hún upplifði af eigin raun að vera barn í umgengni og er sjálf móðir barns sem dvelur aðra hvora viku hjá foreldrum sínum. Síðustu árin hefur hún leitast við að afla sér þekkingar á málefnum barna sem eiga foreldra sem búa ekki saman, lesið rannsóknir, bækur og sótt ráðstefnur og námskeið bæði hérlendis og erlendis.

Ragnheiður er jákvæð, bjartsýn og einlæg að eðlisfari og endurspeglast það viðhorf í faglegri nálgun í starfi. Ragnheiður leggur áherslu á að nálgast fólk af hlýju og virðingu, með styrkleika fólks af leiðarljósi og getu þess sjálfs til að takast á við eigin vandamál og áskorarnir. Í uppeldi eigin barna viðhefst Ragnheiður virðingaríkt tengslauppeldi og birtist sú hugmyndafræði einnig í störfum hennar þar sem unnið er með meðvitaða foreldrasamvinnu (e. mindful/conscious coparenting).

„Það er von mín að sá sem hingað leitar upplifir sig kominn á réttan stað. Ég þekki það sjálf að standa í þessum sporum bæði sem foreldri og barn og vildi óska þess að ég hefði haft aðgang að vettvangi sem þessum. Ekki hika við að hafa samband, vonandi get ég lagt mitt á vogarskálarnar fyrir farsæla niðurstöðu.“

Davíð Alexander Östergaard

Fræðsla og námskeið

Davíð er faðir tveggja barna sem búa á tveimur heimilum. Hann lauk bakkalárprófi í uppeldis- og menntunarfræði árið 2020 og á meistarastigi sérhæfir hann sig nú í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Davíð hefur komið að kennslu hjá Háskóla Íslands HÍ síðan 2020 og hannaði mælitækið SÁTT sem er til þess fallið að leggja mat á gæði foreldrasamvinnu sem ásamt því að hjálpa foreldrum og viðkomandi fagaðilum að vinna með þá styrkleika og veikleika sem kunna að vera til staðar í foreldrasambandinu.

Starfsreynsla

Davíð hefur starfað sem persónulegur ráðgjafi og stuðningsfulltrúi á vegum Reykjavíkurborgar um árabil.

Meðal annarra starfa:

  • Persónulegur ráðgjafi barna og fjölskyldna hjá Reykjavíkurborg.
  • Stuðningsfulltrúi á heimili fullorðinna með sérþarfir.
  • Kennsla og verkefnastjórnun hjá Háskóla Íslands.
  • Þjálfari barna og ungmenna.
  • Rannsóknir á sviði foreldrasamvinnu og félagstengsla barna og unglinga.

Fagleg nálgun

Davíð hefur lagt mikla áherslu á tilhögunarmál fjölskyldna sem búa á tveimur heimilum og afdrifum viðkomandi barna í rannsóknum sínum. Hann þekkir bæði af eigin skinni sem og úr fræðaheiminum að samvinna og málamiðlanir foreldra geta skipt sköpum þegar kemur að líðan, þroska og möguleikum barna sem búa á tveimur heimilum. Allar fjölskyldur eru frábrugðnar hvor annarri og því er mikilvægt að hlúa að hverri fjölskyldu, og þeim einstaklingum sem hún samanstendur af, með persónulegri og faglegri nálgun.

Davíð er fjölhæfur, skapandi og metnaðarfullur einstaklingur sem hefur gott lag á samskiptum við annað fólk og vilja til þess að takast á við nýjar áskoranir. Hann nýtir eðlislæga forvitni sína sem drifkraft til þess að gera betur þá hluti sem hægt er að bæta og leggur í hvívetna upp með að ná því besta út úr gefnum aðstæðum og þeim sem í kringum hann eru. Þar fyrir utan gerir hann sér grein fyrir því að fólk er allskonar og aðstæður eftir því og er þess vegna hlaðinn virðingu og samkennd gagnvart þeim aðstæðum, tjáningum og skoðunum sem á vegi hans verða.

„Fyrir mér þá snýst þetta um kjarna fólks og að finna mynstur sem geta aðstoðað fólk, sem er í raun í sömu sporum og ég sjálfur, í því að láta hlutina virka á sem farsælastan hátt fyrir alla viðkomandi og þá börnin sérstaklega. Virðing og hlýja í garð þeirra sem finna sig í þessum sporum er eitthvað sem skiptir mig öllu máli og ekki síður mikilvægt en að vinna með styrkleika viðkomandi og að finna lausnir sem bókstaflega geta breytt lífinu.“

Sigurður Hólm Gunnarsson

Framkvæmdastjóri

Sigurður er iðjuþjálfi að mennt en hefur einnig lokið námi í sáttamiðlun.

Sigurður starfaði sem forstöðumaður á Skammtímaheimili fyrir unglinga í Reykjavík frá 2010 til maí 2022. Heimilið var á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og er fyrir 13-18 ára ungmenni sem þurfa tímabundið að búa utan heimilis af ýmsum ástæðum.

Þar áður starfaði Sigurður sem forstöðumaður á áfangaheimili fyrir fullorðna geðfatlaða í Reykjavík og sem deildarstjóri í búsetukjarna fyrir geðfatlaða í Reykjavík.

Árið 2002 bjó Sigurður til heimildarþátt um einelti. Þátturinn var sýndur á RÚV í mars 2003 og síðar gefinn út af Námsgagnastofnun.

Sigurður rekur ráðgjafastofuna Allir Sáttir og vefþjónustufyrirtækið Proxima.