Tvö heimili
Ráðgjöf og sáttamiðlun fyrir fjölskyldur á tveimur heimilumSáttamiðlun
Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreinings sem aðilar taka sjálfviljugir þátt í með hjálp sáttamiðlara.
Ráðgjöf
Ráðgjöf fyrir foreldra sem eru að slíta samvistum eða vilja leita leiða til að koma foreldrasamstarfi sínu í betri farveg.
Fyrir börn
Sérsniðin þjónusta
Sérfræðiálit, umgengni undir eftirliti, aðstoð við að koma á tengslum eftir umgengnisrof o.fl.
Jákvætt foreldrasamstarf getur verið lykilatriði í uppvexti barns
Rannsóknir hafa sýnt að jákvætt foreldrasamstarf (e. positive coparenting) foreldra eftir samvistarslit hefur talsverð áhrif á getu barns til að aðlagast aðstæðum og getur verið lykilþáttur í farsælum uppvexti barns. Það að foreldrar geti átt í jákvæðum samskiptum og leggi sig fram við að starfa í sameiningu að uppeldi barnsins hefur ekki einungis jákvæð áhrif á líðan og aðstæður barnsins heldur einnig á foreldrana sjálfa og þeirra foreldrahlutverk. Börn eiga rétt á því að alast upp við öryggi og kærleik og án þess að dragast inn í deilur foreldra eða hafa áhyggjur sem ekki eru í samræmi við aldur þeirra og þroska.
Yfirleitt eru það sömu gryfjurnar sem foreldrar á tveimur heimilum falla í og geta leitt til átaka og ágreinings. Algengar gryfjur eru til dæmis ólíkar reglur, gildi og viðmið foreldranna, ónæg upplýsingagjöf, óskýr mörk, stjúptengsl, fjármál, flutningar o.s.frv. Með því að leita sér ráðgjafar strax í byrjun foreldrasamstarfs eða við upphaf ágreinings er hægt að tileinka sér verkfæri foreldrasamvinnu og fyrirbyggja föll í gryfjur framtíðarinnar.
Um Tvö heimili
Markmið
Markmið Tveggja heimila er að skapa vettvang fyrir börn og foreldra sem þurfa aðstoð vegna vankvæða í kjölfar samvistarslita og vilja leita leiða til að eiga jákvætt og uppbyggilegt foreldrasamstarf.
Hlýleg og fagleg nálgun
Á Tveimur heimilum er borin virðing fyrir einstaklingum, aðstæðum hans og upplifunum. Áhersla er lögð á hlýlegt og jákvætt viðmót.
Velferð barna í fyrirrúmi
Markmið Tveggja heimila er að veita víðtæka þjónustu og bestu mögulegu meðferð að hverju sinni. Lögð er áhersla á hagsmuni og velferð barnsins í allri ráðgjöf.
Persónuleg þjónusta
Lögð er áhersla á persónulega þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers máls fyrir sig.
Um Tvö heimili
Sérfræðingar Tveggja heimila eru Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir og Davíð Alexander Östergaard. Ragnheiður er félagsráðgjafi M.A, stofnandi Tveggja heimila og sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Davíð er stuðningsfulltrúi á vegum Reykjavíkurborgar, hefur lokið B.A. í uppeldis- og menntunarfræði, er nemandi á meistarastigi í sérhæfingu á foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og er jafnframt aðstoðarkennari hjá HÍ. Bæði eru þau skilnaðarráðgjafar hjá SES-Pro og foreldrar barna á tveimur heimilum.
Framkvæmdastjóri Tveggja heimila er Sigurður Hólm Gunnarsson.
Ertu í vafa?
Ertu með spurningar?
Ef þú ert í vafa um næstu skref er þér velkomið að hafa samband við okkur.
Veldu leið sem hentar
Skoðaðu þá þjónustu sem í boði er og veldu það sem hentar ykkar þörfum best. Ef vafi er á hvaða þjónustu skuli velja þá endilega hafðu samband.
Hvert er markmiðið
Áður en haldið er af stað er mikilvægt að skoða hvaða árangur maður vill af ráðgjöfinni/meðferðinni og hvort maður sé sjálfur reiðubúinn að vinna í hlutunum.