Námskeið: Heildstætt líf á tveimur heimilum

Heildstætt líf á tveimur heimilum

Að skapa heildstætt líf á tveimur heimilum:

Á námskeiðinu mun Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi,  veita innsýn í aðstæður og þarfir barna á tveimur heimilum. Hvernig viðbrögð barna eru við álagi og flóknum lífsaðstæðum sem kunna að skapast af því að búa á tveimur heimilum. Greint verður frá hagnýtum aðferðum við að létta á álagi og skapa samfellu í lífi barns og hvernig foreldrar geti á sem besta máta skapað heilstætt líf á tveimur heimilum. 

Námskeiðið hentar bæði foreldrum og fagfólki og getur verið fyrirbyggjandi fyrir kvíða og vanlíðan barna á tveimur heimilum. Flest stéttarfélög niðurgreiða þetta námskeið gegn kvittun fyrir námskeiðsgjöldum. 

Á námskeiðinu munt þú:

  • Öðlast innsýn í aðstæður barna á tveimur heimilum
  • Þekkja leiðir til að skapa samfellda umönnun barns
  • Læra að skapa tilfinningalega brú á milli heimilanna
  • Styrkja þig í foreldrasamstarfinu 

Skráning á næsta námskeið sem verður haldið miðvikudaginn 14. september 2022 kl: 15:00 – 16:00

Hvar: Fræðslan verður haldin í gegnum zoom og munu þátttakendur fá hlekk í tölvupósti

Um hvað: Veitt verður veita innsýn í aðstæður og þarfir barna á tveimur heimilum. Fjallað verður um hvernig viðbrögð barna eru við álagi og flóknum lífsaðstæðum sem kunna að skapast af því að búa á tveimur heimilum. Greint verður frá hagnýtum aðferðum við að létta á álagi og skapa samfellu í lífi barns og hvernig foreldrar geti á sem besta máta skapað heilstætt líf á tveimur heimilum. 

Fyrir: Foreldra barna á tveimur heimilum og aðra áhugasama um málaflokkinn s.s. fagfólk og aðstandendur. 

Verð: 6900 kr. (reikningur sendur í heimabanka)

Skráning

Leave this field blank