Námskeið

Tvö heimili býður reglulega upp á námskeið um ýmis mál. Svo sem foreldrasamvinnu, skipta búsetu, sáttamiðlun og hvernig best er að standa að skilnaði.

Námskeið í boði

Tvö heimili býður upp á námskeið og fræðslu fyrir vinnustaði og foreldrahópa. Fræðslan getur meðal annars snúið að:

 • Foreldrasamvinnu
 • Hvernig best er að standa að skilnaði
 • Samskiptum og upplýsingamiðlun
 • Aðstæðum og þörfum barna á tveimur heimilum
 • Fyrirkomulagi á umgengni
 • Skiptri búsetu barns
 • Áhrifum ágreinings á börn
 • Röddum barna á tveimur heimilum
 • Rétti barns til að hafa áhrif og skoðun
 • Sáttamiðlun
 • Sáttamiðlun með þátttöku barna
 • Mælitækið SÁTT

Námskeið á næstunni

Heildstætt líf á tveimur heimilum (14. september 2022)

Að skapa heildstætt líf á tveimur heimilum:

Á námskeiðinu mun Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi, veita innsýn í aðstæður og þarfir barna á tveimur heimilum. Hvernig viðbrögð barna eru við álagi og flóknum lífsaðstæðum sem kunna að skapast af því að búa á tveimur heimilum.

Nánari upplýsingar og skráning


Foreldrasamstarf og skipt búseta (28. september 2022)

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi Tveggja heimila fer yfir hvaða áhrif ágreiningur foreldra getur haft á börn og hvers vegna það er mikilvægt að skapa sem bestu umgjörð fyrir börn á tveimur heimilum. Þá verður fjallað um lagabreytingar á barnalögum nr. 76/2003 um skipta búsetu barns og skilyrðin fyrir slíku fyrirkomulagi. Einnig verður varpað ljósi á hvaða áhrif samningur um skipta búsetu getur haft á foreldra á börn. Fjallað verður um einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla og styðja við foreldrasamvinnu. 

Námskeiðið hentar bæði foreldrum og fagfólki og getur verið fyrirbyggjandi fyrir ágreining og samskiptaerfiðleika.

Nánari upplýsingar og skráning


Þarfir barna á tveimur heimilum: Námskeið fyrir fagfólk í vinnu með börnum

Námskeiðið fjallar um líðan barna sem býr á tveimur heimilum, það álag sem því fyrirkomulagi fylgir gjarnan og hvaða áhrif skilnaður eða sambúðarslit foreldra getur haft á þroska, aðlögun og afdrif viðkomandi barna. Lögð er áhersla á að þekkja þau áhrif sem skilnaður kann að hafa á börn og að kynna viðeigandi nálganir og hagnýtar aðferðir svo mæta megi börnum í þessum aðstæðum með hætti sem stuðlar að stöðugleika, fyrirsjáanleika og vellíðan barnsins. 

Nánari upplýsingar

Hafðu samband

Viltu vita meira um námskeiðin okkar skltu ekki hika við að hafa samband.

Þú getur einnig skráð þig póstlista okkar og fengið tilkynningar um komandi námskeið eða viðburði á vegum Tveggja heimilia

Leave this field blank
Ég vil fá upplýsingar um námskeið og viðburði á vegum Tveggja heimila.
Gras í gangstétt

Verðskrá

Viðtöl og önnur samskipti

Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 23.000 kr.
Einstaklingsviðtal við aðila og/eða barn: 19.000 kr.
Tölvupóstsamskipti og eftirfylgni: 5.000 kr. vikan.

Önnur þjónusta

Boðunarbréf: 3.500 kr.
Boðunarbréf í ábyrgð: 6.000 kr.
Útgáfa sáttavottorðs: 15.000 kr.
Umgengnissamningur: 10.000 kr.
Eftirlit með umgengni: 19.000 kr. hver klukkustund

Forfallagjald

Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður. Að öðrum kosti verður rukkað forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.

+