Námskeið: Foreldrasamstarf og skipt búseta

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi Tveggja heimila fer yfir hvaða áhrif ágreiningur foreldra getur haft á börn og hvers vegna það er mikilvægt að skapa sem bestu umgjörð fyrir börn á tveimur heimilum. Þá verður fjallað um lagabreytingar á barnalögum nr. 76/2003 um skipta búsetu barns og skilyrðin fyrir slíku fyrirkomulagi. Einnig verður varpað ljósi á hvaða áhrif samningur um skipta búsetu getur haft á foreldra á börn. Fjallað verður um einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla og styðja við foreldrasamvinnu. 

Námskeiðið hentar bæði foreldrum og fagfólki og getur verið fyrirbyggjandi fyrir ágreining og samskiptaerfiðleika. Flest stéttarfélög niðurgreiða þetta námskeið gegn kvittun fyrir námskeiðsgjöldum. 

Skráning á rafrænt námskeið miðvikudaginn 28. september 2022 kl: 15:00 – 16:00. 

Hvar: Fræðslan verður haldin í gegnum ZOOM og munu þátttakendur fá hlekk í tölvupósti.

Um hvað: Fjallað verður um áhrif ágreinings á börn, mikilvægi foreldrasamvinnu og leiðir að bættri foreldrasamvinnu. Þá verður fjallað um áhrif nýrrar lagabreytingar á barnalögum nr. 76/2003 á foreldra og börn. Fjallað verður um skilyrði skiptrar búsetu og lagalega þýðingu. 

Fyrir: Foreldra barna á tveimur heimilum og aðra áhugasama um málaflokkinn s.s. fagfólk og aðstandendur. 

Verð: 6900 kr. (reikningur sendur í heimabanka)

Skráning

Leave this field blank