Niðurstaða matsins getur gefið vísbendingar um styrkleika og veikleika foreldrasamstarfsins og gefur foreldrum og ráðgjafa aukna innsýn í þá þætti sem hægt er að vinna með.
Eftir að foreldrar hafa lokið við matinu er farið yfir niðurstöður í viðtalstíma hjá ráðgjafa þar sem niðurstöður eru ræddar sem og leiðir til útbóta.
Um SÁTT
Verkefnið SÁTT var þróað undir lok ársins 2020 af útskriftarnemum uppeldis- og menntunarfræða við menntavísindasvið HÍ. Verkefnið snýr að því að stuðla að samvinnu foreldra, sem ekki eru í sambandi með hvort öðru, þegar kemur að uppeldi sameiginlegra barna sinna. Útbúið var matstæki, sem uppfyllir þau próffræðilegu skilyrði sem ætlast er til af matstækjum af þessu tagi og hefur það nú þegar verið lagt fyrir um 500 foreldra.
Verðskrá
Viðtöl og önnur samskipti
Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 23.000 kr.
Einstaklingsviðtal við aðila og/eða barn: 19.000 kr.
Tölvupóstsamskipti og eftirfylgni: 5.000 kr. vikan.
Önnur þjónusta
Boðunarbréf: 3.500 kr.
Boðunarbréf í ábyrgð: 6.000 kr.
Útgáfa sáttavottorðs: 15.000 kr.
Umgengnissamningur: 10.000 kr.
Eftirlit með umgengni: 19.000 kr. hver klukkustund
Forfallagjald
Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður. Að öðrum kosti verður rukkað forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.