Sáttamiðlun er talin bera mikinn árangur í umgengnis- og forsjárdeilum þar sem að aðilum gefst færi á að gera hvor öðrum grein fyrir óskum sínum, hagsmunum, þörfum, upplifunum, væntingum og vonbrigðum og skapa þannig grundvöll til einlægari samræða heldur en möguleiki er á í dómsmáli.
Samkvæmt Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna (13. grein) eiga börn rétt á að tjá sig um mál sem þau varða. Því býðst börnum að tjá afstöðu sína sem hluta af sáttamiðlun foreldra. Þá býðst börnum einnig að taka þátt í sáttamiðlun foreldra teljist það til hagsmuna þeirra.
Sú nálgun í sáttamiðlun í málum er varða hagsmuni barna kallast barnamiðuð sáttamiðlun (e. child focus mediation). Ólíkt hefðbundinni sáttamiðlun þar sem tveir aðilar deila snýst lausnin um hagsmuni þeirra en í barnamiðaðri sáttamiðlun snýst lausnin um hagsmuni barnsins samtvinnaða við hagsmuni foreldranna. Börn sitja alla jafna ekki sáttafundi með foreldrum en hagsmunir þeirra vega hvað þyngst í allri umræðu foreldranna.
Fyrirkomulag sáttamiðlunar:
Sáttavottorð
Sáttamanni er heimilt að gefa út sáttavottorð eftir að hafa tvíboðað aðila á fund og ef sáttafundir hafi farið fram og aðilar ekki náð sátt. Í sáttavottorði kemur fram hvaða fundir fóru fram, hvers efnis ágreiningur aðila er og hver afstaða aðila og barna sé. Sáttavottorð er gilt í sex mánuði og þurfa aðilar að stefna máli fyrir dómstól innan þess tímaramma.
Verðskrá
Viðtöl og önnur samskipti
Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 23.000 kr.
Einstaklingsviðtal við aðila og/eða barn: 19.000 kr.
Tölvupóstsamskipti og eftirfylgni: 5.000 kr. vikan.
Önnur þjónusta
Boðunarbréf: 3.500 kr.
Boðunarbréf í ábyrgð: 6.000 kr.
Útgáfa sáttavottorðs: 15.000 kr.
Umgengnissamningur: 10.000 kr.
Eftirlit með umgengni: 19.000 kr. hver klukkustund
Forfallagjald
Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður. Að öðrum kosti verður rukkað forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.