Í slíkum aðstæðum getur verið erfitt fyrir barn að segja foreldrum sínum hvernig það vill haga hlutunum, börn yfirleitt kjósa að velja þá leið sem það telur flesta vera sátta við eða það sem þarf til að stilla til friðar. Þá segja börn líka stundum það sem þau halda að foreldrar sínir vilji heyra því það er fátt annað sem barn vill en að hafa foreldra sína hamingjusama. Þá getur verið gagnlegt fyrir barnið að ræða við óháðan aðila, best er ef slíkur aðili er amma, afi eða annar sem barnið treystir. Sumum börnum gagnast betur að ræða við fagaðila sem getur hjálpað þeim að átta sig á aðstæðum og sett hlutina í samhengi. Jafnvel stutt barnið í að ræða við foreldra sína og gera þeim grein fyrir líðan, vilja og hugsunum sínum.
Börn þekkja alla jafna ekki hugtök s.s. lögheimili, forsjá og umgengni. Þau upplifa fyrst og fremst hvort og hvernig þörfum þeirra er mætt, hvaða og hvernig tengslum er háttað við fjölskyldumeðlimi, hvað þau eru ánægð með og hvað þau eru óánægð með. Flest börn vilja ekki taka afstöðu í deilumálum foreldra og gera þá kröfu að foreldrar leysi málin og séu vinir.
Boðið er upp á sérsniðna þjónustu fyrir börn í formi viðtala og funda sem fram geta farið á skrifstofu Tveggja heimila eða á öðrum stað sem hentar barni betur (heimahús/kaffihús o.s.frv). Í viðtalinu er unnið með sjónarhorn/sýn barnsins á aðstæðum sínum og hvernig það upplifir sig tilheyra fjölskyldu og heimili. Þá er unnið með upplifun og tilfinningar barnsins gagnvart aðstæðum sínum og reynslu með það að markmiðið að gefa barninu tækifæri á að koma skoðunum sínum og afstöðu á framfæri við foreldra og öðlast aukinn skilning á aðstæðum sínum. Mikilvægt er að barninu líði sem best er á kosið í viðtalinu og því er lögð áhersla á hlýlegar aðstæður sem stuðla að öryggi, vellíðan og tjáningu barnsins. Notast er við meðferðartæki svo sem tilfinningakort, myndir og leikmuni.
Verðskrá
Viðtöl og önnur samskipti
Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 23.000 kr.
Einstaklingsviðtal við aðila og/eða barn: 19.000 kr.
Tölvupóstsamskipti og eftirfylgni: 5.000 kr. vikan.
Önnur þjónusta
Boðunarbréf: 3.500 kr.
Boðunarbréf í ábyrgð: 6.000 kr.
Útgáfa sáttavottorðs: 15.000 kr.
Umgengnissamningur: 10.000 kr.
Eftirlit með umgengni: 19.000 kr. hver klukkustund
Forfallagjald
Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður. Að öðrum kosti verður rukkað forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.