Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Ragnheiður Lára stofnaði Tvö heimili árið 2019. Hún lauk meistaragráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda árið 2013 og námi í sáttamiðlun árið 2018. Frá árinu 2016 hefur Ragnheiður starfað sem sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og sinnt þar sáttameðferð, sérfræðiráðgjöf, umgengni undir eftirliti og viðtölum við börn sem og annast sérfræðimöt á umgengni og afstöðu barna.

Starfsreynsla

Ragnheiður hefur víðtæka reynslu af því að starfa með börnum og fjölskyldum.

Meðal annarra starfa:

  • Deildarstjóri á stuðningsheimili Reykjavíkurborgar fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda.
  • Uppeldis- og meðferðarfulltrúi á skammtímaheimili unglinga hjá barnavernd Reykjavíkur.
  • Forstöðumaður Frístundarheimilis með áherslu á útinám og barnalýðræði.
  • Félagsráðgjafi í þjónustumiðstöð Breiðholts.

Fagleg nálgun

Ragnheiður hefur lengi brunnið fyrir málefnum barna sem búa á tveimur heimilum. Hún upplifði af eigin raun að vera barn í umgengni og er sjálf móðir barns sem dvelur aðra hvora viku hjá foreldrum sínum. Síðustu árin hefur hún leitast við að afla sér þekkingar á málefnum barna sem eiga foreldra sem búa ekki saman, lesið rannsóknir, bækur og sótt ráðstefnur og námskeið bæði hérlendis og erlendis.

Ragnheiður er jákvæð, bjartsýn og einlæg að eðlisfari og endurspeglast það viðhorf í faglegri nálgun í starfi. Ragnheiður leggur áherslu á að nálgast fólk af hlýju og virðingu, með styrkleika fólks af leiðarljósi og getu þess sjálfs til að takast á við eigin vandamál og áskorarnir. Í uppeldi eigin barna viðhefst Ragnheiður virðingaríkt tengslauppeldi og birtist sú hugmyndafræði einnig í störfum hennar þar sem unnið er með meðvitaða foreldrasamvinnu (e. mindful/conscious coparenting).


„Það er von mín að sá sem hingað leitar upplifir sig kominn á réttan stað. Ég þekki það sjálf að standa í þessum sporum bæði sem foreldri og barn og vildi óska þess að ég hefði haft aðgang að vettvangi sem þessum. Ekki hika við að hafa samband, vonandi get ég lagt mitt á vogarskálarnar fyrir farsæla niðurstöðu.“
Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir
Ráðgjafi og eigandi Tveggja heimila
Gras í gangstétt

Verðskrá

Viðtöl og önnur samskipti

Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 23.000 kr.
Einstaklingsviðtal við aðila og/eða barn: 19.000 kr.
Tölvupóstsamskipti og eftirfylgni: 5.000 kr. vikan.

Önnur þjónusta

Boðunarbréf: 3.500 kr.
Boðunarbréf í ábyrgð: 6.000 kr.
Útgáfa sáttavottorðs: 15.000 kr.
Umgengnissamningur: 10.000 kr.
Eftirlit með umgengni: 19.000 kr. hver klukkustund

Forfallagjald

Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður. Að öðrum kosti verður rukkað forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.